Jógaflæði og gongslökun


Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Jógaflæði og gongslökun eru tímar þar sem farið er í mjúkar jógateygjur, stöður og flæði þar sem við skiptum hægt og rólega á milli jógastaða. Fyrir byrjendur sem lengra komna. Í lokin hljómar gongið sem er heilandi jógískt hljómfall. Það kyrrar hugann og hjálpar okkur að ná slökun.

Leiðbeinandi: Arnbjörk Kristín Konráðsdóttir

Hvar og hvenær: 10. apríl kl 18:15-20:00 í Knarrarbergi

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:

Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is

Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is