í blíðu og stríðu með okkur sjálfum

Flokkur: vefnámskeid


Hugvekja um mikilvægi þess að standa með okkur sama hvað á dynur.

Umræða um túlkun upplýsinga – hvaða gleraugu settum við upp í morgun og hvaða gleraugu er okkur tamast að nota? Hugleiðingar um hvað drífur okkur áfram og persónuleg gildi. Hver eru skilaboðin til okkar sjálfra ef illa gengur og hvernig getum við ræktað ný og jákvæðari viðhorf?

Leiðbeinandi: Rakel Heiđmarsdóttir. Rakel er einn stofnanda og eiganda ráðgjafarfyrirtækisins Birki ráðgjöf ehf (sjá nánar á birki.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún hefur um árabil fengist við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Hákskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 14 ár sem mannauðsstjóri,  meðal annars í Norðuráli, Bláa Lóninu og Garra.

Lengd: 1 klst

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð