Help-Start kennaranámskeið

Flokkur: námskeið

HELP Start er þróað af Malin Holmberg og felst í ákveðinni kennsluaðferð og sérstöku námsefni. Markmið HELP Start er að auka færni einstaklinga með lestrarörðugleika í lestri og ritun ensku og auðvelda þeim þar með enskunám sem og þátttöku í hinu daglega lífi sem í auknu mæli gerir ráð fyrir og krefst færni í ensku.

Námsefnið HELP Start byggir á fjölskynjun en þá eru sem flest skynfæri virkjuð til náms og samvinnu, þ.e. með snertingu, hreyfingu, sjón og heyrn. Í HELP Start er bóklegu og verklegu námsefni fléttað saman til að örva sem flest skynfæri. Námsefnið er byggt þannig upp að það þyngist stig af stigi samhliða mjög skýrri kennsluáætlun. Vinnan hefst á því að para saman hljóð og bókstafi einfaldra orða en færist svo smám saman yfir í margbreytilegri stafsetningu. Nemendur læra að greina atkvæði og hljóð og þeir læra um grunn enskrar málfræði. Orð sem oft veitast þeim hvað erfiðust eru þjálfuð markvisst. Þannig þjálfast öll umskráning, lesskilningur og flæði lesturs verður allt annað. 

Dagskrá:

5. mars

            10:00 - 15:30: Innlögn og verkefnavinna.        

            17:30 - 19:30: Sýnikennsla. Þátttakendur fylgjast með kennslu í tveimur hópum.

6. mars

            9:00 – 12:00: Samantekt og praktísk atriði.

            12:00 Námskeiðslok.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð