Framkoma og samskipti


Á námskeiðinu er fjallað um samskipti og ábyrgð einstaklinga þegar kemur að þeim. Farið er yfir ólík samskiptamynstur og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni. Þá er bent á hvernig hægt er að breyta því sem þarf að breyta í eigin fari til að auka líkur á góðu andrúmslofti hvort sem er á vinnustaðnum eða í einkalífinu. Farið er í mikilvægi þess að hrósa og kunna að taka hrósi og veita athygli því sem vel er gert. Allir hafa tækifæri til að breytast og bæta sig svo framarlega sem viljinn er fyrir hendi.

Lengd: 3 klst.

Námsmarkmið: Fjallað um samskipti og ábyrgð einstaklinga þegar kemur að þeim.

Kennari:  Ráðgjafar á vegum SÍMEY

Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á þessum fyrirlestri smelltu þá á skráningarhnappin hér fyrir ofan eða hafðu samband við okkur í síma 4605720.