Farþegaflutningar/ í maí


Farið er yfir ábyrgðarhlutverk bílstjóra með réttindi til að stjórna bifreið  í  D1-og  D-flokki  í  atvinnuskyni í  farþegaflutningum sem og þjónustuþáttinn í starfi hans.Fjallað er um reglur um farþegaflutninga,s.s. leyfisveitingar og mikilvægi öryggis og aðbúnaður farþega.Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013. Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sín með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni.

Lengd: 7 klst. með matar- og kaffihléum

Námsmarkmið: Markmiðið er að bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða.

Leiðbeinandi: Jónas Þór Karlsson

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4 Akureyri

Hvenær: Kennt 12. maí, kl 9:00-16:00

Verð: 20.000 kr

p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!