Færnimöppugerð


Á námskeiðinu er þátttakendum leiðbeint í færnimöppugerð en mappan er bæði góð og hagnýt til að sýna fram á þróun, þekkingu og færni hvers og eins. Í möppuna fara allar upplýsingar um menntun (formlega og óformlega), störf og aðra reynslu sem einstaklingur hefur aflað sér í gegnum lífið.  Færnimappa getur verið afar dýrmæt fólki sem vill taka saman reynslu sína, bæði í lífi og starfi og er góður undirbúningur fyrir ferilskrárgerð.Allir þeir sem fara í gegnum raunfærnimat þurfa að skila færnimöppu sem notuð er til grundvallar mati.Lengd: 6 klst.

Kennarar: Verkefnastjórar á vegum SÍMEY

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4.

Hvenær: Mánudagurinn 22. janúar og miðvikudagurinn 24. janúar kl 16:00-19:00

Verð: Frítt fyrir nemendur SÍMEY og þátttakendur í raunfærnimati. Annars kostar námskeiðið 3.000