FabLab smiðja


SÍMEY býður upp á opna smiðju í FabLab. Megin áhersla smiðjunnar er að námsmenn öðlist innsýn í stafræna framleiðslutækni og auki áhuga sinn á hönnun og nýsköpun. Með því að kynnast ólíkum framleiðsluferlum frá upphafi til enda og sjá hugmyndir sínar verða að veruleika öðlast námsmenn innsýn í hvað liggur að baki því að búa til hluti og framleiða. FabLab nýtir opinn hugbúnað og býr yfir margvíslegum tækjum og aðstöðu til vinnu og þróun hugmynda. Þar á meðal eru laserskeri, vínilskurður, þrívíddarprentun og stór CNC fræsari. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi og verklegri vinnu en auk þessa þurfa þátttakendur að halda verkdagbók á meðan á námskeiði stendur. Miðað er við að fagbókleg kennsla nemi að lágmarki 13 klukkustundum af 80 klukkustunda heildarnámstíma námsins. Forkröfur náms: Ætlað fólki sem er 20 ára og eldra.

Lengd: 80 klst.

Námsmat: Gerð er krafa um 80% lágmarksmætingu.

Kennarar: Helga Björg Jónasardóttir, vöruhönnuður, myndlistamaður og kennari, Ólafur Pálmi Guðnason, tölvunarfræðingur, Halldór Grétar Svansson, margmiðlunarfræðingur og Jón Þór Sigurðsson, margmiðlunarhönnuður

Hvar: Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hvenær: Námið hefst 5.september. Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:00-21:00 og fjóra laugardaga.

Verð: 30.000 kr. Efniskostnaður innifalinn að hluta.

p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!