Enskunám fyrir lesblinda - Help start framhald


Kennslugögnin eru bæði hefðbundin, líkt og lesbækur, vinnubækur og glósubækur en einnig óhefðbundin s.s.töfluspjöld og hinar ýmsu æfingar. Aðferðafræði kennslunnar er einnig mjög óhefðbundin en þar er unnið út frá margvíslegri skynjun samhliða reglulegri endurtekningu.Mikið er lagt upp úr myndrænum tengslum við hvern bókstaf og ákveðin hljóð sem síðan fá frekari merkingu með notkun ákveðinna handahreyfinga (tapping). Það er einmitt þessi ólíka skynjun sem gerir það að verkum að nemandi sem áður náði engum tengslum við enska tungu og ritun hennar verður nú fær í að muna og tengja. Þessi nýja og fjölþætta nálgun hefur sýnt fram á ótvíræðan árangur þeirra sem tekið hafa þátt.Lengd: 40 klukkustundir

Forkröfur: Hafa lokið grunnnámskeiði

Námsmat: Munnleg endurgjöf frá kennara.

Kennari: Kristín Kolbeinsdóttir

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4

Hvenær: Hefst 18. september.

Verð: 12.000 kr. Hámark 6 þátttakendur

p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!