DAM Díalektísk atferlismeðferð í skólum


DAM er díalektísk atferlismeðferð sem hefur það að markmiði að stuðla að betri tilfinningastjórnun og takast á við streitu sem getur bæði verið vegna samskipta við aðra, utanaðkomandi aðstæðna eða áfalla. DAM felur aðallega í sér geðræktar- og forvarnarvinnu. Það beinist að öllum skólastigum þar sem auðvelt er að aðlaga það að mismunandi aldri. Vinnan miðar að því að vinna gegn kvíða, neikvæðri líðan og sjálfsmynd og efla samskiptahæfni.

Á námskeiðinu munu kennarar kynnast DAM aðferðinni, tekin verða dæmi úr fjórum færniþáttunum og farið yfir hvernig kennarar geta notað þá með nemendum sínum.

 -Núvitund - að vera einbeittari, meðvitaðri og skilvirkari í núinu.

-Streituþol - að gangast við ástandinu eins og það er, ekki gera það verra.

-Samskiptafærni - td. að kunna að biðja um það sem við viljum, en jafnframt að segja nei á árangursríkan hátt.

-Stjórn á tilfinningum - að skilja tilfinningar og læra að stjórna þeim.

Kennarar: Þuríður Lilja Rósenbergdóttir náms- og starfsráðgjafi í Oddeyrarskóla, María Aðalsteinsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Ragnheiður Ásta Einarsdóttir kennarar í Oddeyrarskóla

Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4

Hvenær: 20. nóvember frá kl .14.00-16.00

Verð: 10.000  kr.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!.