Byr í seglin - næring fyrir kennara


Ertu kennari?

Langar þig til að hlúa að sjálfum þér, efla samskiptafærni þína og sjálfstraust og hafa gaman?

Komdu þá á þriggja klukkustunda vítamínsprautu hjá Maríu Pálsdóttur leikkonu og kennara. 

Með skemmtilegum æfingum, leikjum og hópverkefnum kynnumst við nýjum hliðum á okkur sjálfum.

Markmiðið er að stíga út fyrir þægindahringinn, kynnast vel hinum þátttakendunum, fá skýrari mynd af eigin styrkleikum, efla samskiptahæfni, gefa af okkur, vaxa og endurnærast. Mikil endurgjöf, ígrundun og samræður. Lengd: 3 klst.

Kennari: María Pálsdóttir, leikkona og kennari.

Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4

Hvenær: 19. febrúar kl. 13:00 - 16:00

Verð: 11.000 kr.Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!