Bætt öndun og aukin súrefnisinntaka


SÍMEY býður upp á í samstarfi við Freedive Iceland námskeið í bættri öndun og aukinni súrefnisinntöku.

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja bæta sig á æfingum hvort sem þú ert að hlaupa, synda, hjóla,lyfta, stunda fjallgöngu eða stunda aðra tegund af hreyfingu.Myndir þú vilja auka súrefnisupptöku þína?

Jafna þig hraðar milli æfinga?

Læra að halda púlsinum niðri eða ná púlsinum neðar?

Hafa stjórn á spennustiginu?

Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig!Áherslurnar á námskeiðinu eru eftirfarandi:
  • Að bæta öndun og auka súrefnisupptöku

  • Flýta fyrir recovery í stuttum pásum og á milli æfinga

  • Púlsslökun

  • Rétt öndun fyrir, á meðan og eftir æfingar

  • Sérstakar æfingar fyrir lungu, þind og millirifjavöðva

  • Spennulosun

  • Slökun sem hægt er að framkvæma allstaðar

  • Ásamt mörgu öðru sem hjálpar okkur bæði fyrir, við, milli og eftir æfingarLengd: 3 klst.

Kennari: Birgir Skúlason sem er alþjóðlegur fríköfunar kennari frá AIDA, PADI og SSI og er einnig skyndihjálparkennari. Freedive Iceland hefur haldið námskeið í bættri öndun og aukinni súrefnisupptöku síðan 2014.

Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4

Hvenær: 2. mars kl. 18:00 - 21:00

Verð: 7.600 kr.Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!