Hvað segja nemendur

Ágústína

„Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af stað!” segir Ágústína Söebech. Hún hefur unnið í Frístund í Síðuskóla í rúm 10 ár. „Við erum þrjár þaðan í Skólaliðabrúnni hjá SÍMEY og einn skólaliði úr Síðuskóla að auki. Við sáum námið auglýst og stöppuðum stálinu hver í aðra.” Hún segist hafa farið af stað með hálfum huga og oftar en einu sinni verið við það að gefast upp. „En Valgeir og Betty hjá SÍMEY hvöttu mig til dáða og studdu mig á alla lund og ég get ekki hugsað mér að hætta úr þessu! Þetta er rosalega góður félagsskapur og hér eru allir svo jákvæðir,” segir Ágústína.

Ágústína Söebech

Magnús

„Ég lauk námi úr MFA-skólanum í desember og er ákveðinní að halda áfram námi hjá SÍMEY, þó það verði sennilega ekki fyrr en í haust. Ég náði ekki að einbeita mér að námi í grunnskóla og ekki heldur í VMA en hér hefur mér gengið glimrandi vel. Hér er mjög góður mórall og maður fær mikinn stuðning frá starfsfólkinu. Svo er félagsskapurinn fínn og ég er búinn að kynnast fullt af góðu fólki. SÍMEY fær margar stjörnur frá mér.”

Magnús A. Guðmundsson

 

 Einar

„Ég átti í smá lesvandræðum í grunnskóla og var búinn að hugsa um það lengi að gera eitthvað í málinu. En það tók mig sem sagt 30 ár að hafa mig af stað en ég sé ekki eftir því! Ég fór í lesblinduleiðréttingu hjá Lamba, síðan í Skref til sjálfshjálpar hjá SÍMEY og er núna í Námi og þjálfun í bóklegum greinum. Ég er líka búinn að fara í raunfærnimat hjá SÍMEY í stálsmíði. Það er alltaf gaman að koma í SÍMEY því maður finnur að maður er velkominn. Valgeir og Betty og annað starfsfólk vill allt fyrir mann gera og hefur veitt mér frábæran stuðning og hvatningu.”

Einar Svanbergsson

 

Hafrún

„Ég kynntist SÍMEY fyrst í gegnum Skrifstofuskólann en svo urðu breytingar á atvinnuhögum mínum og ég hóf störf á leikskóla. Mér líkar sú vinna vel og markmið mitt með náminu er að styrkja mig í starfi,” segir Hafrún Pálsdóttir. Hafrún er í námi á Leikskólaliðabrú hjá SÍMEY, bæði sem stuðnsfulltrúi og skólaliði. „Þetta er frábær hópur og ég gef bæði náminu og SÍMEY bestu meðmæli,” segir hún.

Hafrún Pálsdóttir