Endurmenntun atvinnubílstjóra

Ekill ehf í samstarfi við SÍMEY býður upp á námskeið ætluð atvinnubílstjórum.

Námskeiðin fara fram í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4, nema annað sé tekið fram.

Hægt er að skrá sig á námskeið hér, hringja í síma 460-5720  eða með því að senda tölvupóst á simey@simey.is

Námskeiðin verða haldin ef næg þátttaka næst.

Hér getur þú kannað stöðu þína í endurmenntun.
Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum

Skráðu þig hér

 


Hverjir þurfa að sækja endurmenntun?

Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda  endurmenntun á 5 ára fresti. Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að klára endurmenntun fyrir 10. september 2018. Hinir og reyndar allir sem endurnýja ökuskírteinið sitt í þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa klárað endurmenntun innan 5 ára.

 

Hverjir þurfa ekki að sækja endurmenntun?

Þeir bílstjórar sem aka aðeins í eigin þágu og eru ekki í flutningum gegn gjaldi, þurfa ekki að sækja endurmenntun frekar en þeir vilja. Þeir fá því ekki tákntöluna 95 og endurnýja ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D án endurmenntunar sem gefur réttindi til að aka án gjaldtöku. Þeir bílstjórar geta alltaf endurvakið atvinnuréttindin með því að sækja endurmenntun og endurnýja ökuskírteinið með tákntölunni 95.

 

Endurmenntunin skiptist í þrjá hluta:

Kjarni: (21 kennslustund) . Vistakstur – öryggi í akstri, lög og reglur og umferðaröryggi – bíltækni. Allir verða að taka kjarna.

 

Valkjarni:  (7/14 kennslustundir). Farþega- og vöruflutningar. Bílstjóri sem er bæði með réttindi til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni hefur val um hvorn hluta valkjarnans hann tekur en hann má líka taka báða. Bílstjóri sem eingöngu er með réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni verður að taka farþegaflutningahlutann og bílstjóri sem eingöngu er með réttindi til vöruflutninga verður að taka vöruflutningahlutann.

 

Val:  (7 kennslustundir). Í vali getur bílstjóri sótt sérhæft námskeið sem varðar starf hans og fellur efnislega undir námskrá Samgöngustofu fyrir flokka aukinna ökuréttinda frá janúar 2005. Sérhæft námskeið í vali skal viðurkennt af Samgöngustofu.

 

Réttindin eru gefin til kynna með tákntölunni 95 og er lok gildistíma sett í sviga aftan við tákntöluna. Talan gildir í öllum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins og veitir bílstjóra aðgang að atvinnumarkaði bílstjóra í þessum ríkjum. Ríkjunum er einnig heimilt að nota sérstök atvinnuskírteini með mynd af rétthafa í stað eða ásamt tákntölunni. Skylda til endurmenntunar nær til allra sem halda réttindum til að aka bifreiðum í atvinnuskyni í þessum flokkum