Evolvia ACC Markþjálfunarnám er heildrænt og hagnýtt nám sem veitir nemandanum góða undirstöðu í aðferðafræðum markþjálfunar. Námið byggir bæði á fyrirlestrum og verklegum æfingum þar sem nemendur markþjálfa hver annan. Einnig fá allir nemendur mentor markþjálfa sem þeir hitta reglulega á námstímanum. Í náminu lærir nemandinn á áhrífaríkan hátt að beita þeim ellefu grunnþáttum sem markþjálfi þarf að kunna skil á.Námið inniheldur framsæknar æfingar, krefst töluverðar sjálfsskoðunar og veitir mikinn lærdóm um hvern og einn.
Lengd: 74 klukkustundir
Forkröfur náms: Engar
Kennarar: Matilda Gregersdotter MMC, Arnór Már Másson ACC og Ásta Guðbrandsóttir ACC.
Hvar: Þórsstíg 4, húsnæði SÍMEY
Hvenær: kennt er á milli 9:00 og 17:00
Verð: 553.000 kr, þar af skráningargjald 50.000 kr. Snemmskráning viku eftir kynningu á 483.000 kr
Innifalið í námskeiði:
64 klst – ACSTH vottuð þjálfun í markþjálfun
10 klst - mentor markþjálfun
Bókin -Markþjálfun, vilji,vit og vissa- eftir Matildu Gregersdotter, Arnór Má Másson og Hauk Inga Jónasson.
Íslenskt námsefni.
Æfingamarkþjálfun
8 x léttir málsverðir
16 x kaffi
Skráningagjald 50.000 kr, ekki endurgreitt.
5% staðgreiðsluafsláttur ef allt er greitt viku áður en nám hefst.
Sjá myndbrot og umsagnir á www.evolvia.is