Vistakstur

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN). 

Á þessi námskeiði er fjallað um ýmis atriði er snerta aksturslag ökumanna, hvort sem þeir eru í almennum akstri eða forgangsakstri. Námskeiðið miðast helst við ökutæki undir 7.500 kg en mörg atriði eru samt sameiginleg með stærri ökutækjum.  

Einnig er farið yfir atriði er varða mismunandi tegundir af eldsneyti og áhrif þess á umhverfið og hvernig við sem ökumenn getum minnkað þau áhrif.  

Tilgangur námskeiðs er að fræða ökumenn og fá þá til þess að hugsa meira út í aksturslag sitt og hvernig þeir aka auk þess að stuðla að bættri umferðar menningu og minni umferðarhávaða sem er jákvæð hliðar verkun á vistakstri. 

 Námskeiðið tekur 45-60 mín. 

Leiðbeinandi:  Jónas Þór Karlsson 

Hvar og hvenær: Vefnámskeið og hægt er að velja á milli þriggja tímasetninga.

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð