Vinnuvernd - efni og umhverfi

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Akureyrarbæjar á búsetusviði, PBI og Skógarlundi 

Áhersla á efni sem starfsfólk í heimaþjónustu gæti komist í snertingu við.

Farið verður yfir :

  • Hættumerkingar á efnum:  Hvað þýða merkin og hverskonar hætta fylgir merkjunum?
  • Merkimiðar:  Hvernig á að lesa úr merkimiðunum, hvað á að standa á þeim?
  • Öryggisblöð:  Hvað gera öryggisblöð, hvenær eiga þau að vera til staðar og hvernig á að lesa úr þeim?
  • Hlífðarbúnaður:  Hvaða hlífðarbúnaður er viðeigandi?
  • Hættur frá efnisyfirborði sem verið er að þrífa (t.d. mygla): Hvað ber að varast, hlífðarbúnaður, o.s.frv.?
  • Áhrif efna á inniloft:  Hvaða áhrif hafa hreinsiefni á inniloft og þurfa starfsmenn að verja sig gegn því?

 

Lengd námskeiðs er 2 X 40 mín. með stuttu hléi á milli.

Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá Vinnueftirlitinu

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð