Vetrarforði - grænmetisuppskeran

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Athugið þetta námskeið er haldið sameiginlega með stéttarfélögum á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN á námskeiðinu. 

Á námskeiðinu eru skoðaðar leiðir til að nýta sér uppskeruna og aðferðir til að geyma grænmeti. Farið yfir ótal aðferðir til að geyma og gera sér mat úr grænmetisuppskerunni. Skoðað hvaða grænmetistegundir eru kuldaþolnari en aðrar og geta verið lengur í beði á haustinn. Farið yfir geymslu í útigeymslu, bílskúrnum og kæli. Kennt að sjóða niður grænmeti og farið yfir gerjað grænmeti. Nokkrar uppskriftir af súrkáli fylgja með og í lok námskeiðsins er farið yfir gerð kryddolía.  

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins 


Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:

Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð