Hagnýt mannauðsstjórnun

Flokkur: námskeið

Námskeiðið veitir innsýn í grunnatriði mannauðsstjórnunar sem sett eru í samhengi við raunveruleg dæmi í atvinnulífinu. Auk kynningar frá leiðbeinanda taka þátttakendur þátt í umræðum og hagnýtum æfingum.

Eftirfarandi er tekið fyrir á námskeiðinu:

•             Tilgangur mannauðsstjórnunar

•             Ráðningar

•             Móttaka nýliða

•             Fræðsla

•             Vinnustaðamenning

•             Innri samskipti

•             Endurgjöf/hrós

•             Að taka á erfiðum málum

•             Starfsmannasamtöl

•             Áminningar

•             Uppsagnir

Leiđbeinandi er Rakel Heiđmarsdóttir.
Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf (sjá nánar á inventus.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Hákskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri, frá árinu 2005, meðal annars í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Athugið að sjóðir stéttarfélaga greiða fyrir starfsmenn, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Starfsmenntar og þeim félögum sem hafa gert samstarfssamning við Starfsmennt í gegnum mannauðssjóði. Þetta á t.a.m. við um félagsmenn SFR, Kjöl og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Einingu Iðju. Nánari upplýsingar um aðildarfélög Starfsmenntar má finna hér.
Viðkomandi skrá sig á heimasíðu Starfsmenntar www.smennt.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð