Vellíðunarnudd

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Við einbeitum okkur fyrst og fremst að aðferðum sem gott er að beita við að nudda rúmliggjandi eða sitjandi  einstaklinga. Við förum yfir það  hvernig við nálgumst einstaklinga í misgóðu formi. Kærleiksrík snerting er mikilvæg og gott og gefandi nudd getur aukið blóðflæði í líkamanum sem ber  súrefni í stirða vöðva og liði og getur þannig losað um vægar bólgur sem valda ónotum. Auk þess er nudd mjög slakandi, bætir svefn og veitir vellíðun hjá flestum sem njóta. 

Námskeiðið er ætlað starfsfólki sem sinnir aðhlynningu og heimahjúkrun.

Staðnámskeið, dagar og tími:  

  • Blönduós 27. september – kl. 13:00-17:00.
  • Sauðárkrókur 28. september – kl. 13:00-17:00
  • Siglufjörður 11. október – kl. 15:00-19:00
  • Húsavík 12. október – kl. 13:00-17:00

Leiðbeinandi: Helga Björg Sigurðardóttir, nuddari.

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning