Velferðartækni

Flokkur: Lengra nám

Námskráin velferðartækni lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið skiptist í fimm námsþætti og er tilgangur þess að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi. Námslýsingin er hugsuð fyrir námsmenn, leiðbeinendur, vinnuveitendur og framhaldsfræðsluaðila sem vilja bjóða upp á nám fyrir þá sem starfa eða hafa hug á að starfa innan velferðarsamfélagsins.

Hér má nálgast námskrána

Lengd: Námið er 27 klst en að auki er gert ráð fyrir allt að 13 klst í  heimavinnu þátttakenda. 

Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum velferðartækni.

Hvenær: Hefst 28. október og lýkur 12. desember. Kennt er á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 17:00 og 20:00. 

Verð: 14.000 (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs)

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !