Velferðartækni

Flokkur: Lengra nám

Námskráin Velferðartækni lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið skiptist í fimm námsþætti og er tilgangur þess að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi. Námslýsingin er hugsuð fyrir námsmenn, leiðbeinendur, vinnuveitendur og framhaldsfræðsluaðila sem vilja bjóða upp á nám fyrir þá sem starfa eða hafa hug á að starfa innan velferðarsamfélagsin.

Námið er 40 klukkustunda langt

Tilvalið er að stunda námið samhliða vinnu. Nánari tímasetningar verða auglýstar í ágúst.

Verð: 14.000 (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs)

Munið starfsmenntunarsjóði stéttarfélaganna.

Haustönn 2019

Dags
20. júl
Skráning