Valdefling

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Akureyrarbæjar á velferðarsviði

Markmið námskeiðsins er að styrkja hugmyndafræði Valdeflingar og notendasamráð í þjónustu við fólk sem býr í sjálfstæðri búsetu á Akureyri. Einnig felur það í sér að að efla getu einstaklingsins og starfsmanna til að stjórna eigin lífi, taka sjálfstæðar ákvarðanir, nýta réttindi sín og öðlast þau lífsgæði sem eðlileg þykja. Áhersla er lögð á að notendur séu virkir þátttakendur í eigin lífi og þekking þeirra, reynsla og nærvera sé nýtt sem auðlind inn í þá þjónustu sem verið er að veita. Starfsfólk og notendur vinna saman á jafningjagrunni og skipta á milli sín hlutverkum og ákvörðunartöku er varðar þjónustuna. Starfsfólkið leggur áherslu á að skapa aðstæður fyrir notendurna til að geta komið í framkvæmd eigin hugmyndum svo þeir fái notið sín sem best og upplifað sig sem virka þátttakendur í samfélaginu.

Leiðbeinandi: Ólafur Örn Torfason iðjuþjálfi

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð