Þrýstingssáravarnir - HSN

Flokkur: HSN

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Farið verður yfir orsakir, áhættuþætti, gerðir, útlit og staðsetningar þrýstingssára.
Stöðluðu gagnreyndu verklagi verður lýst þar sem m.a. verður talað um HAMUR, áhættumat og atvikaskráningu. Umræður.

Markmiðið er að starfsfólk þekki orsaka- og áhættuþætti þrýstingssára, hvernig þau líta út og hvar þau eru staðsett á líkama sjúklinga.
Einnig að starfsfólk þekki hvernig skal unnið eftir stöðluðu gagnreyndu verklagi í þrýstingssáravörnum.

Markhópur: Allir starfsmenn sem sinna umönnun sjúklinga

Leiðbeinandi: Hulda Margrét Valgarðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Verkefnastofu Landspítala

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN: 
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning