Íslenskt táknmál

Flokkur: námskeið

Námskeiðið er fyrir byrjendur.
Markmiðið er að nemendur læri grunn í íslensku táknmáli, læri að kynna sig, spyrja og svara einföldum spurningum og læri að gefa einföld fyrirmæli. Nemendur læra að tala um sitt nánasta umhverfi og persónur tengdar því. Læra tölur frá 1 -100, orðaforða tengdan klukkunni ofl. Í málfræðihluta námskeiðisins læra nemendur m.a. persónu- og spurnarfornöfn, hv-spurningar, staðsetningar og nokkrar áttbeygðar sagnir.
Kennari: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, táknmálsfræðingur og táknmálstúlkur.
 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning