Íslenskt táknmál

Flokkur: námskeið

Námskeiðið er fyrir byrjendur. Markmiðið er að nemendur læri grunn í íslensku táknmáli. Læri að kynna sig, spyrja og svara einföldum spurningum og læri að gefa einföld fyrirmæli. Nemendur læra að tala um sitt nánasta umhverfi og persónur tengdar því. Læra tölur frá 1 -100, orðaforða tengdan klukkunni ofl. Í málfræðihluta námskeiðisins læra nemendur m.a persónu- og spurnarfornöfn, hv-spurningar, staðsetningar og nokkrar áttbeygðar sagnir.
Kennari: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, táknmálsfræðingur og táknmálstúlkur.
 
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð