Sund og velllíðan

Flokkur: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra

Lögð er áhersla á einstaklingsbundna nálgun í sundtímum í Glerárlaug. Þátttakendur geta þannig ýmist synt eða fengið aðstoð við að fljóta og hreyfa sig í vatninu. Þessir tímar henta því jafnt syntum sem ósyntum og áhersla er á að þátttakendur njóti tímanna auk hollrar hreyfingar og hvatningar til dáða. Í lok tímans gefst þátttakendum kostur á að fara í heitan pott. Ef næg þátttaka fæst verður horft til að getuskipta hópnum í þeim tveimur tímum sem í boði eru á föstudögum. 

Leiðbeinandi: Elvar S. Sævarsson

Verð: kr. 15.000

Fjölmennt leitast við að útvega aðstoðarfólk í þessa tíma eftir því sem kostur er. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning