Skrifstofunám

Flokkur: Lengra nám

Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. 

Námið er 160 klukkustundir og Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að það megi meta til styttingar framhaldsskóla til allt að 18 eininga.

Námið hefst 17. september og kennt verður alla virka daga milli kl. 9-12.

Markmið námsins er að nemandi: efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu, auki færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu, auki þjónustufærni sína, nái valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf og auki námsfærni sína

Námsgreinar:
•Verslunarreikningur
•Námsdagbók og markmiðasetning
•Þjónusta
•Gagnvirk samskipti
•Handfært bókhald
•Lífsleikni
•Tölvubókhald
•Námstækni
•Færnimappa og ferilsskrá
•Upplýsingatækni

Verð: 54.000 kr