Eitt í einu, þetta kemur! - Skipulag heimilisins.

Flokkur: vefnámskeid

Tveggja kvölda námskeið með skipuleggjandanum Virpi til að veita okkur verkfæri frammi fyrir óyfirstíganlega stórt hversdagslegt skipulags- eða tiltektar verkefni.

Heimili okkar allra eru samansafn af allskonar hlutum og minningum sem við höfum sankað að okkur á lífsleiðinni. Stundum myndast úr þessu öllu óreiða sem hefur verulega hamlandi áhrif á okkur en til hugsjónin að takast á við óreiðuna og koma á skipulagi sem hendar okkur þörfum í dag getur verið yfirþyrmandi. 

Á þessu námskeiði kynnir Virpi nokkur verkfæri sem nýtast í að búta niður verkþætti og fara hægt og rólega að sigrast á skipulagsverkefninu. Þetta gerir hún með blanda af góðum praktískum lausnum og verkfærum jákvæðrar sálfræðinnar. Megin markmið námskeiðsins er að koma okkur öll að stað í okkar eigin verkefni og bæta þannig líðan.

Leiðbeinandi: Virpi Jokinen lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki í nóvember 2018 og er fyrsti starfandi vottaði skipuleggjandinn á Íslandi, en enska starfsheitið er „Professional Organizer“. Virpi er finnsk, tveggja barna móðir, hefur búið á Íslandi í um aldarfjórðung og talar íslensku reiprennandi. Virpi rekur sitt eigið fyrirtæki, Á réttri hillu – skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki.

Lengd: 2 tímar – 2*1 tími. Námskeiðið er skipt niður á tvö kvöld og heimaverkefni verða í boði fyrir alla áhugasama.

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð