Skaðaminnkandi nálgun

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Akureyrarbæjar á búsetusviði, PBI og Skógarlundi.  

Skaðaminnkandi hugmyndafræði (e. harm reduction) er gagnreynd nálgun í vinnu með einstaklingum sem nota vímuefni og þeim sem þróa með sér þungan vímuefnavanda. Skaðaminnkandi inngrip leggja áherslu á að fyrirbyggja áhættu og skaða sem fylgir notkun löglegra og ólöglegra vímuefna fremur en að reyna að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Undirstaðan í skaðaminnkandi hugmyndafræði er tvíþætt, lýðheilsa og  mannréttindi.

 

Markmið skaðaminnkandi inngripa eru:

1. Aðstoða fólk við að halda lífi

2. Að draga úr óafturkræfum skaða hjá fólki

3. Auka heilsu og lífsgæði fólks. 

 

Í skaðaminnkandi nálgunum er lög áhersla á að mæta fólki þar sem það er stadd hverju sinni, að virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og að að sýna fólki virðingu, skilning og samhygð. Nálgunin styrkir öll lítil skref í átt að jákvæðum breytingum á  hegðun og líðan hjá fólki.

 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópska eftirlitsstofnunin um vímuefni og vímuefnafíkn (EMCDDA) leggja áherslu á alhliða og ítarlega innleiðingu skaðaminnkandi inngripa og nálgana í samfélaginu.

 

Námskeiðislýsing

Kl 13:00-14:00:

  • Vímuefnanotkun vs. Vímuefnavandi
  • Orsakasamhengið á þróun á vímuefnavanda: Lífsálfélagslega líkanið + Áfallasagan
  • Skaðsemi vímuefna: Lögleg og ólögleg vímuefni

Kl 14:00 -15:00:

  • Jaðarsettning og brennimerking fólks með vímuefnavanda
  • Skaðaminnkandi hugmyndafræði 
  • Skaðaminnkandi inngrip: 

Kl 15:00-16:00

  • Lykilatriði í samskiptum: Hvað eru góð og hjálpleg samskipti

Fyrirkomulag: Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrarformi og virkri þátttöku einstaklinga.

Lengd: 3 klst.

Leiðbeinandi: Svala Jóhannesdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu. Svala hefur starfað með einstaklingum sem glíma við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi í 12 ár. Hún hefur starfað hjá Rauða krossinum og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og hefur heimsótt fjölmörg skaðaminnkunar úrræði erlendis. Hennar sérsvið eru skaðaminnkandi inngrip, áhugahvetjandi samtal og notendamiðuð vettvangsþjónusta.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning