Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um skaðaminnkandi hugmyndafræði, inngrip og nálganir, með áherslu á fólk sem glímir við vímuefnavanda.

Skaðaminnkandi hugmyndfræði er mannúðleg og gagnreynd nálgun með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda. Hugmyndafræðin viðurkennir að margir sem hafa þróað með sér vímuefnavanda, treysta sér ekki til eða vilja ekki hætta notkun á tilteknum tíma, vegna margvíslegra ástæðna. Hugmyndafræðin leggur áhersla á að fyrirbyggja áhættu og skaða sem fylgir notkun löglegra og ólöglegra vímuefna, fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina.

Skaðaminnkun er viðbót við þau meðferðarúrræði og forvarnir sem eru til staðar í samfélaginu og vísar til stefnu, úrræða og verklaga. Í skaðaminnkandi nálgun er lögð áhersla á að mæta einstaklingum þar sem þeir er staddir hverju sinni, að virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og að sýna fólki virðingu, skilning og samhyggð. Lögð er áherslu á að virkja áhugahvöt og styrkja öll lítil skref í átt að jákvæðum breytingum hjá fólki.

Kjarni skaðaminnkunar snýr jöfnum höndum að lýðheilsu sem og mannréttindum fólks sem notar vímuefni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópska eftirlitsstofnunin um lyf og lyfjafíkn (EMCDDA) leggja áherslu á alhliða innleiðingu á skaðaminnkandi inngripum í samfélaginu.

 Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Skaðaminnkandi hugmyndafræði, markmið og nálganir.
  • Gagnreynd skaðaminnkunar úrræði og inngrip og farið yfir skaðaminnkandi verkefni sem starfrækt eru á Íslandi.
  • Undirliggjandi þætti sem hafa áhrif á þróun á vímuefnavanda, með sérstakri áherslu á að skoða áhrif áfalla og erfiðrar lífsreynsla á þróunina (orsakasamhengið).
  • Áfallamiðaða nálgun og birtingarmyndir áfallastreitueinkenna
  • Þverkenningarlíkanið, þar sem áhersla er lögð á að skilja hugsanaferli fólks og áhugahvöt til skaðaminnkandi breytinga.
  • Lykilatriði í góðum og hjálplegum samskiptum í anda skaðaminnkunar.

Ánningur þinn:

  • Kynnist skaðaminnkandi hugmyndafræði og markmiðum nálgunarinnar
  • Þekkir gagnreynd skaðaminnkandi inngrip og skaðaminnkandi úrræði á Íslandi
  • Öðlast skilning á tengslum áfalla við þróun á vímuefnavanda og færð betri innsýn inn í eðli vandans hjá fólki.
  • Færni til að beita skaðminnkandi nálgun í starfi og lærir aðferðir sem leiða af sér betri árangur í þjónustu við fólk sem glímir við vímefnanvanda.

Markhópur: Námskeiðið hentar breiðum hópi starfsfólks innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins, viðbragðsaðilum, nemendum, meðferðaraðilum og öðrum aðilum sem koma að starfi með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda. 

Leiðbeinandi: Svala Jóhannesdóttir hefur starfað með fólki sem glímir við fjölþættan vanda, sér í lagi þungan vímuefnavanda og heimilisleysi, frá árinu 2007. Svala hefur starfað hjá Rauða krossinum og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og stýrt m.a. tveimur skaðaminnkunar úrræðum, Frú Ragnheiðar verkefninu á höfuðborgarsvæðinu og Konukoti athvarfi fyrir heimilislausar konur. Svala hefur skoðað fjölmörg skaðaminnkandi úrræði erlendis og þróað og innleitt skaðaminnkandi inngrip hér á landi. Svala er menntuð í félagsfræði og fjölskyldumeðferðarfræði og er sérsvið hennar skaðaminnkandi- og áfallamiðuð nálgun, áhugahvetjandi samtal og notendamiðuð þjónusta

 

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Skaðam. 15.apríl 15. apr Fimmtudagur 12.00-16.00 Staðkennt í SÍMEY 22.000 kr. Skráning