Sjálfstraust og samanburður

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN). 

Við lifum í samfélagi þar sem samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á okkar daglega líf. Það er nær óhjákvæmilegt að við berum okkar líf saman við líf annarra. Hvaða áhrif hefur það? Hvernig mótast okkar sjálfsímynd og sjálfstraust þegar við sjáum afrek annarra í glansmynd á hverjum degi? Er raunhæft að maður sé alltaf hamingjusamur og sáttur í eigin skinni? 

Þessi fyrirlestur fjallar um sjálfstraust og samanburð. Hvernig við dæmum, dáumst af fólki og miðum okkur við aðra. Farið er yfir hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á okkar sjálfsálit og hvaða venjur geta haft áhrif á hvernig sjálfsmyndin okkar mótast. Skoðað verður hvers vegna það reynist sumum auðvelt að samgleðjast og setja sína hamingju í fyrsta sæti en öðrum erfitt. 

Litið er á fimm leiðir til þess að bæta sjálfstraustið, þar sem lítil skref í „sjálfstali“ eru tekin fyrir. 

Leiðbeinandi: Lilja Eivor frá KVAN.  

Hvar og hvenær: Vefnámskeið, kennt 12.október 14:00-15:00

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Sjálfstraust og samanburður 12. okt Miðvikudagur 14:00-15:00 Vefnámskeið Skráning