Sigraðu sjálfan þig

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Megintilgangur vinnustofunnar er að þátttakendur læri hvernig viðhorf þeirra hafa áhrif á hegðun og vinnumenningu, hvernig hægt er að velja sér viðhorf, tileinka sér umburðarlyndi og styrkja með því liðsheildina.  

Efnistök: 
Sjálfstraust vs. Sjálfsvirðing  

• Þátttakendur læra að skilja hvernig sjálfstraust er birtingamynd sjálfsvirðingar og hvernig hægt er að efla sjálfstraustið með því að standa við litlu loforðin gangvart sjálfum sér.  

 Tilfinningagreind  

• Greind kemur þér í gengum skóla – tilfinningagreind kemur þér í gegnum lífið. Þátttakendur læra um lykilþætti tilfinningagreindar og hvernig hægt er að vinna markvisst í þeim þáttum í þeim tilgangi að efla bæði sjálfsþekkingargreind og samskiptagreind.  

 Heildarhugsun  

• Útskýrð eru lykilatriði heildarhugsunar og hvernig hægt er að beita heildarhugsun til að ná meiri og betri árangri í hverju því sem maður tekur sér fyrir hendur.  

 Leikvöllur samskipta  

• Farið er í mikilvægi þess að leikvöllur samskipta sé stækkaður á kostnað blinda og falda svæðisins, þess sem maður felur og ekki sér sjálfur. Því stærri sem leikvöllurinn er í samskiptum vinnufélaga, því betri verða tengslin og mórallinn á vinnustaðnum. 


Leiðbeinandi: Ingvar Jónsson frá Profectus

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning