Samskipti á vinnustöðum

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) 

Viltu ná enn meiri árangri í starfi? 

Lykilinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju.  

Meðal þess sem þátttakendur fá út úr námskeiðinu er:  

  • Innsýn í mismunandi samskiptastíl og hvað einkennir „fyrirmyndar“ samskiptastíl 

  • Upplýsingar um dæmigerðar ástæður ágreinings á vinnustöðum 

  • Betri færni í að taka eftir „földum“ skilaboðum (sínum eigin og annarra) 

  • Aukinn skilning á hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum og í staðinn stuðla að öflugum samskiptum  

  • Aukna færni til að takast á við erfið samskipti og erfið mál sem þarf að ræða 
     

Umsagnir frá þátttakendum á fyrri námskeiðum um samskipti á vinnustöðum:
"Lifandi framsaga, hélst vel athyglinni, tilbúin að hlusta og svara fyrirspurnum úr sal".
"Þú ert svo lífleg og skemmtileg og kemur efninu vel frá þér. Kveikir í mér á mörgum sviðum bæði vinnu og einkalífi - við getum alltaf gert betur. Gaman að hlusta á þig og flott dæmi frá þér".
"Afar lifandi fyrirlesari. Kom efninu prýðisvel til skila. Veit helling um efnið eftir fyrirlesturinn og ég hef áhuga á að afla mér frekari upplýsinga".
"Efni námskeiðsins á erindi (jafnvel brýnt) inn á flesta vinnustaði. Mjög góð hugvekja". 

  

Um leiðbeinandann:  

Rakel Heiðmarsdóttir útskrifaðist með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún hefur síðan starfað við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun. Að auki hefur hún haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára (2005-2012) og hjá Bláa Lóninu í fjögur ár (2013-2017). Rakel starfar nú hjá Birki ráðgjöf ehf. en þar er hún einn þriggja eigenda.

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð