Árangursrík samskipti á vinnustöðum

Flokkur: vefnámskeid

Lykillinn ađ framúrskarandi samstarfi, árangri í starfi og starfsánægju felst meðal annars í öflugum samskiptum.

Skemmtilegt og lifandi námskeið sem veitir innsýn í: 

-        Mismunandi samskiptastíl og hvađ einkennir "fyrirmyndar" samskiptastíl

-        Einstaklingsmun í túlkun upplýsinga

-        Algengar ástæđur ágreinings á vinnustöđum

-        Hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustađnum

-        Hvernig viđ getum eflt færni okkar í ađ takast á viđ erfiđ samskipti á vinnustađnum og erfiđ mál sem þarf ađ ræđa

Þátttakendur taka þátt í léttum æfingum tengt efninu.

Hvað hafa þátttakendur sagt um námskeiðið:

-        Lifandi framsaga, hélt vel athyglinni, tilbúin að hlusta og svara fyrirspurnum úr sal

-        Aldeilis frábært og gagnlegt námskeið. Auðvelt að samsama sig og sjá hlutina í samhengi.

-        Afar lifandi fyrirlesari. Kom efninu prýðisvel til skila. Veit helling um efnið eftir fyrirlesturinn og ég hef áhuga á að afla mér frekari upplýsinga.

-        Efni námskeiðsins á erindi (jafnvel brýnt) inn á flesta vinnustaði. Mjög góð hugvekja.

 

Leiðbeinandi: Rakel Heiđmarsdóttir. Rakel er einn stofnanda og eiganda ráðgjafarfyrirtækisins Birki ráðgjöf ehf (sjá nánar á birki.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún hefur um árabil fengist við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Hákskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 14 ár sem mannauðsstjóri,  meðal annars í Norðuráli, Bláa Lóninu og Garra.

Lengd: 3 klst

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Árangursríksamskipti 29. sep Miðvikudagur 13.00-16.00 ZOOM 19.900 kr. Skráning