Samskiptakerfi - Manino

Flokkur: vefnámskeid

Stutt og hnitmiðað námskeið um hvernig hægt er að koma upp mannlegu samskiptakerfi. Venjulega er slík samskiptakerfi byggð á daglegum fundum fyrir framan töflu þar sem teymi hittast og fara yfir málin.

Í mannlegu samskiptakerfi eru tengsl starfsmanna annars vegar í forgrunni og hins vegar verkefni teymisins. Það er ekki nóg að tala bara um stöðu verkefna og framgang heldur þurfum við að hlúa að hvert öðru og hjálpa hvert öðru.

Farið er stuttlega yfir helstu þætti mannlegra samskiptakerfa sem eru:
- Daglegur taktur og flæði
- Tengsl starfsmanna
- Tilfinningalegt öryggi
- Þróun einstaklinga
- Traust
- Árangur
- Dagskrá daglegra funda
- Sameiginleg sýn
- Töflufundir

Námskeiðið er fjarnámskeið í tvö skipti með viku millibili einn klukkutíma í senn. Reiknað er með að þátttakendur prófi sig áfram með aðferðirnar á milli skipta. Boðið verður upp á þriðja skiptið til að ræða tilraunir þátttakenda og veita endurgjöf - mesta virðið liggur í því að prófa hlutina sjálf!

Leiðbeinendur eru Maríanna Magnúsdóttir og Pétur Arason og námskeiðið er keyrt í Zoom. Námskeiðið kostar 20.000kr.

Námskeiðið er kennt frá kl. 11:00-12:00 eftirfarandi daga:

  • 20.maí
  • 27.maí
  • 3.júní Speglun og endurgjöf (valkvætt fyrir þátttakendur)


Skráning á námskeiðið er á events@manino.is og þar er öllum fyrirspurnum svarað.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð