Saga hjúkrunarskráning og meðferðareining

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) 

Námskeiðið verður í formi vendináms. Vendinám fer þannig fram að við skráningu á námskeiðið fá nemendur sendan hlekk á upptöku. Upptakan sýnir hvernig hjúkrunarfræðingar vinna með meðferðareiningu í Sögu, upplýsingaskrá og útskriftarráætlun.

Áhersla verður lögð á skráningu hjúkrunargreininga og skráningu tengdri verkjum, næringarástandi, þrýstingssárahættu og byltuvörnum.

Þann 3. desember verður boðið upp á vinnustofu í fjarfundi/skype um ofangreinda þætti og ætlast er til þess að nemendur hafi þá horft á upptökuna.

 Undirbúningur:

Fyrir fjarfund  þurfa þátttakendur að hafa aðgang að tölvu með Sögu kerfi.

Athugið að hver nemandi þarf að hafa aðgang að Sögu. Námskeiðið verður sent út í Skype í fundarsali HSN.


Leiðbeinandi: Heiða Berglind Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur á SAk og tengiliður við skráningu.

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Saga skráning 03. des Þriðjudagur 14:00-15:30 skype Skráning