Nauðung í þjónustu við fatlað fólk

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Akureyrarbæjar á velferðarsviði

Þátttakendur fá kynningu á V. kafla laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk um ráðstafanir til að draga úr beitingu nauðungar.

Hugtakið nauðung er rætt og gerð grein fyrir helstu birtingarmyndum þess. Farið er yfir hlutverk, málsmeðferð og starfshætti sérfræðiteymis um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar og hlutverk nefndar um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar.

Þátttakendur eru hvattir til að taka þátt umræðum.

Leiðbeinandi: Salóme Anna Þórisdóttir sérfræðingur hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð