Pottablóm og loftgæði

Flokkur: vefnámskeid

Pottablóm til að auka loftgæði á heimilinu.  

Á námskeiðinu er fjallað um pottaplöntur sem góðar eru til að auka loftgæði, raka og vellíðan fólks á heimilinu og vinnustað. Kyntar eru tegundir inniplanta sem gagnasdt vel í þessum tilgangi. Það er löngu vitað að plöntur hafa áhrif á fólk og hafa þær verið notaðar sem meðferðaúrræði því þær ýta undir sköpunarkraft, einbeitingu og jákvæðni. Auk þessa hafa niðurstöður rannsókna sýnt nánd við plöntur eykur vellíðan, vinnuafköst aukast og veikindadögum hefur fækkað þar sem vel er hugað að grænu umhverfi á vinnustöðum. Plöntur koma ekki í stað loftræstingar, en þar sem loftræsting er léleg geta plöntur gert gagn. Fjöldi rannsókna sýna að plöntur bæta andrúmsloftið í hýbýlum fólks, þær nýta sér köfunarefni í andrúsmlofinu og skila frá sér súrefni. Plöntur geta einnig haft áhrif á hitastig með skuggaáhrifum og uppgufun vatns. Plöntur sem þurfa mikla vökvun geta hækkað loftraka um allt að 15% og geta því verið heppilegar þar sem loftraki er of lágur og svo má ekki gleyma að plöntur dempra hljóð, geta því verið góð lausn í opnu rými. 

Leiðbeinandi: Auður Ottesen garðyrkjufræðingur og ristjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn.

Lengd: 1,5 klst  

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning