Meðvirkni á vinnustað og uppbygging góðrar vinnustaðamenningar

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því. Nú stendur til boða tvískipt námskeið til að greina og vinna á meðvirkni á vinnustað. Á námskeiðinu er farið yfir hvernig meðvirkni birtist og hvaða áhrif hún hefur á starfsfólk, stjórnendur, starfsemina, vinnustaðarmenninguna og síðast en ekki síst árangur. Þá verða kynntar til leiks einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að taka markvisst á meðvirkni á árangursríkan hátt. Það er nefnilega til mikils að vinna. Meðal hugtaka sem unnið er með eru styrkleikar og skuggahliðar, góðar venjur og ósiðir, endurgjöf og skoðanaskipti.

Námskeiðið er tvískipt og verður kennt með nokkurra vikna millibili sem hér segir:

Fyrri lota: Tveggja tíma vinnustofa þar sem unnið er með meðvirkni og markaleysi í samskiptum og áhrif þess á líðan, frammistöðu og vinnustaðamenningu. Kynntar eru til leiks leiðir til að greina og taka á meðvirkum aðstæðum og setja heilbrigð mörk. Umræður í lokin og þátttakendur setja sér markmið fyrir seinni lotuna og skilgreina leiðir til að ná þeim.

Seinni lota (u.þ.b. mánuði síðar): Tveggja tíma vinnustofa þar sem farið er yfir hvað gekk vel og hvað mætti betur fara, án þess þó að farið sé í persónugreinanleg atriði. Unnið með að festa í sessi venjur sem auðvelda þátttakendum að setja öðru fólki heilbrigð mörk. Einnig verður þjálfun í að veita uppbyggilega endurgjöf og að segja skoðun sína á viðkunnalegan og áhrifaríkan hátt.

Staðnámskeið, dagar og tími:

Sauðárkrókur: Fyrri hluti 5. október, síðari hluti 2. nóvember. Kl. 13:30-15:30

Húsavík: Fyrri hluti 6. október, síðari hluti  3. nóvember. Kl. 13:30-15:30

Fjarnámskeið, dagur og tími:

Fyrri hluti 21. okt., síðari hluti 18. nóv. Kl. 13:30-15:30

Leiðbeinandi: Sigríður Indriðadóttir mannauðsfræðingur. Hún býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Hún hefur starfað sem forstöðumaður mannauðsmála um þrettán ára skeið hjá Mosfellsbæ, Mannviti og  Íslandspósti ohf. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár. Sigríður hefur meðal annars sérhæft sig í því að taka á meðvirkum aðstæðum sem hafa skapast á vinnustaðnum og styðja við stjórnendur og starfsfólk í að byggja upp jákvæða og öfluga vinnustaðarmenningu sem er laus við meðvirkni.

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð