Grunnnám í markþjálfun - Profectus

Flokkur: námskeið

Grunnnám í markþjálfun - Það besta kallað fram!

Það hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir markþjálfa eins og nú. Einhvern sem getur liðsinnt öðrum í að ná áttum, hjálpað þeim að finna tækifæri þar sem hindranir virðast allt um kring og finna jákvæðni í eigin huga þegar bölsýnin hefur verið lengi í sviðsljósinu. Það sem bíður margra er ný heimsmynd þar sem þeir munu þurfa aðstoð við að finna nýja stefnu og forgangsraða upp á nýtt.

Í þessu námi öðlast nemendur skýrari sýn á sjálfa sig og læra að skilja þau öfl sem ráða því hvaða ákvarðanir við tökum eða okkur skortir hugrekki til að taka. Markþjálfinn lærir að færni hans í hlutverkinu snýst ekki um hvað hann kann eða hvað hann gerir, heldur hver hann er.

Markþjálfunarnám Profectus er hagnýtt og þroskandi nám jafnt fyrir þá sem vilja nýta sér markþjálfun í starfi sínu sem og þá sem hyggja á alþjóðlega vottun sem sjálfstætt starfandi markþjálfar.

Námið er haldgóð viðbót við alla þá menntun og/eða reynslu sem þú hefur. Markþjálfun er ein áhrifaríkasta leiðin sem um getur til að skapa meiri vöxt og til að auka árangur. Lykilhlutverk markþjálfa er að vera í senn styðjandi og áskorandi við að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og að ganga í gegnum breytingar. 

Grunnnám Akureyri - frá 14. september til 5. nóvember

 

  1. Farið af stað: Kennt er í 2 klst. fimmtudaginn 14. sept., klukkan 17-19 á ZOOM.
  2. Fyrri lota (3 dagar): Kennt er 22. sept. til 24. sept. klukkan 8:30-16:30 í SÍMEY á Akureyri. 
  3. Mentormarkþjálfun: 2 klst. fimmtudaginn 19. okt., klukkan 17-19 á ZOOM.
  4. Seinni lota (3 dagar): Kennt er 3. nóv. til 5. nóv. klukkan 8:30-16:30 í SÍMEY á Akureyri. 

 

Verð: 468.000 kr. (428.000 stgr.)

Við bendum áhugasömum á að kanna möguleika sína á niðurgreiðslu námsgjalda hjá stéttarfélögum að hluta eða í heild, allt eftir áunnum réttindum hvers og eins. Hægt er að dreifa greiðslum með ýmsum hætti

Tími: Kennt er frá 8:30 - 16:30 í staðlotum

Fjöldi nemenda: Að hámarki 14 nemendur

Innifalið í verði námskeiðsins auk námsefnis eru allar veitingar -- kaffi, ferskir ávextir, bakkelsi og hádegisverður í staðlotum.

Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu Profectus.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð