Lyfjameðferð aldraðra, kostir og gallar

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).    

Aldraðir glíma gjarnan við fjölþættan heilsufarsvanda sem getur leitt til meðferðar með fjölda lyfja. Hætta á auka- og milliverkunum lyfja eykst við þetta auk þess sem hækkandi aldur hefur áhrif á frásog, dreifingu og útskilnað lyfja úr líkamanum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig draga má úr hættu á aukaverkunum lyfja meðal hrumra aldraðra með því að nota einvörðungu nauðsynleg lyf, gefa góðar upplýsingar um lyf, gefa lyf í eins stuttan tíma og hægt er og síðast en ekki síst með reglulegu endurmati á lyfjameðferð. 

Leiðbeinandi: Arna Rún Óskarsdóttir, öldrunarlæknir. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning