Lög og reglur

Flokkur: Endurmenntun atvinnubílstjóra

Farið í  helstu  atriði laga  og  reglugerða  sem  lúta  beint  eða  óbeint  að atvinnumennsku bílstjóra. Þar   má   helst   telja   reglur um   aksturs- og hvíldartíma  ökumanna,  notkun  ökurita, notkun  öryggis- og  verndarbúnaðar og  eftirlit Samgöngustofu með  stórum  ökutækjum.  Einnig er farið  í  helstu atriði  í  lögum um  fólksflutninga,  vöruflutninga  og  efnisflutninga  á  landi og umferðarlög eftir því sem við á. Þar  sem atvinnuréttindi  bílstjóra gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) er einnig  farið nokkuð  í  reglur  og  ferli  sem  tengjast  flutningum  á milli landa.

Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013. Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sitt með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig hér á síðunni. Þeir sem ekki eru skráðir þurfa mögulega frá að hverfa.

Verð: 20.000 kr
Athugið að ef öll 5 námskeiðin eru tekin hjá Ekli/SÍMEY er einungis greitt fyrir fjögur.

Hér getur þú kannað stöðu þína í endurmenntun.
Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning