LEAN sérfræðingar

Flokkur: Stök námskeið


Námskeiðið er hugsað sérstaklega fyrir sérfræðinga sem eru að taka virkan þátt í innleiðingu á Lean eða eru að undirbúa slíka vegferð. Námsefni námskeiðisins er í senn umfangsmikið og fjölbreytt.

Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa áralanga reynslu af stjórnun lean innleiðinga og sterkan faglegan bakgrunn.

Námið er vottað af SME (Society of Manufacturing Engineers) og gefst nemendum kostur á að ljúka náminu með prófi Lean Bronze Certification sem gefur rétt til þess að skila inn verkefnum til vottunar. Prófið er ekki hluti af námskeiðinu heldur valkostur sem og sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir prófið.

Megin áhersla þessa námskeiðs eru stöðugar umbætur og hvernig hefja megi innleiðingu þeirrar hugsunar. Stöðugar umbætur (j. kaizen) eru því lang fyrirferðamesta aðferðin á námskeiðinu og önnur tól og aðferðir eru minna til umfjöllunar.


Kennsluformið er fjölbreytt og leiðbeinendur blanda saman ólíkum aðferðum til þess að tryggja að þátttakendur fái mismunandi sjónarhorn á viðfangsefnið. Dæmi um kennsluaðferðir eru; fyrirlestrarformið, samtal og umræður, lestur bóka, verkefnavinna í tímum, verkefnavinna í heimavinnu, myndbönd, leikir, myndbandagerð o.fl.


Námskeiðinu fylgir mikil vinna sem felst m.a. í lestri fjögurra bóka um lean og verkefna inn í fyrirtækjum þátttakenda þar sem lean aðferðir eru prófaðar. Allir þátttakendur gera eining myndbönd um þau umbótaverkefni sem þeir vinna. Hópar sem myndaðir eru innan námskeiðsins vinna saman milli tíma bæði að verkefnum og lestur lean bókanna.


Þetta námskeið er eina leiðin á Íslandi fyrir fólk til að setja sig af alvöru inn í hugmyndaheim lean aðferðanna. Námskeiðið hefur verið kennt í yfir fjögur ár og u.þ.b. 150 nemendur úr íslenskum framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem og opinberum fyrirtækjum og stofnunum hafa notað það til þess að opna hug sinn og finna leiðir til að innleiða þessa hugsun.


Leiðbeinendur hafa áralanga reynslu af innleiðingu lean aðferða í stærri og minni fyrirtæki og hafa öll hjálpað fjölmörgum fyrirtækjum af stað í hina endalausu vegferð stöðugra umbóta.

Lengd: 64 kennslustundir

Kennarar: Þórunn M Óðinsdóttir, Pétur Arason og Viktoría Jensdóttir

Hvar: Þórsstíg 4, húsnæði SÍMEY

Hvenær: kennt er á milli 9:00 og 17:00

Dagana: 3.10, 17.10, 5.-6.11 í RVK, 21.11, 10.12, 9.01, 30.01

Verð: 435.000 kr

Skráning og nánari upplýsingar á manino.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð