LEAN fyrir stjórnendur

Flokkur: námskeið

Lean fyrir stjórnendur er námskeið sem hentar vel fyrir stjórnendur fyrirtækja sem eru að innleiða LEAN, eru að undirbúa slíka vegferð eða breytingastjórnun almennt.

Námskeiðið er kennt í tveimur heilsdags lotum og einni hálfsdags lotu og er alls 20 kennslustundir.
Kennsludagarnir eru fjölbreyttir og farið verður í heimsókn í fyrirtæki sem eru að innleiða LEAN. 
Kennarar á námskeiðinu hafa áralanga reynslu af innleiðingu LEAN og sterkan faglegan bakgrunn.

Dag- og tímasetningar:

  • 1. október  kl. 8:30-16:30
  • 15. október kl. 8:30-16:30
  • 5. nóvember kl. 12:30-16:30

Kennsluformið er fjölbreytt og leiðbeinendur blanda saman ólíkum aðferðum til þess að tryggja að þátttakendur fái mismunandi sjónarhorn á viðfangsefnið. Dæmi um kennsluaðferðir eru; fyrirlestrarformið, samtal og umræður, myndbönd, leikir o.fl.

 Ávinningur:

  • Innsýn í LEAN aðferðafræðina 
  • Aðgreining LEAN frá hefðbundnum stjórnunaraðferðum
  • Innsýn í mismunandi aðferðir til að innleiða LEAN og hlutverk stjórnenda
  • Tenging við stefnu og árangursmælikvarða


Leiðbeinendur: Helga Halldórsdóttir, Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir

Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu Manino. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð