Laserskurður í Fab Lab

Flokkur: Stök námskeið

Laserskurður fyrir byrjendur

Hvað er hægt að búa til með laserskurðarvél?
Lærðu að nota einfalt frítt forrit til að teikna hluti sem þú getur búið til með laserskurðarvél. Á námskeiðinu er farið í kynningu á forritinu og sýnt hvernig hægt er að ná sér í viðbótarkennslu á netinu. Búnir eru til einfaldir hlutir sem eru síðan skornir út með laserskurði og möguleikar á flóknari hlutum kynntir.
Að loknu námskeiði aukast möguleikar á að hanna hluti heima og koma í Fab Labið og laserskera þá.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning