Er ekki frábært að geta farið út í garð á sumrin og fram á haust til að ná sér í ferskt salat og kryddjurtir í matinn.
Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur er með nýtt námskeið sem sýnir hvernig kryddjurtasveipur er búinn til og fjallar um ræktun kryddjurta og salats sem er ræktað í sveipnum. Jurtasveipur er forn gerð ræktunarbeðs fyrir mat-, krydd- og lækningajurtir. Í vistrækt (e. permaculture) hefur jurtasveipurinn verið endurvakinn. Vistrækt tekur mið af aldargömlum ræktunaraðferðum og byggir á þeirri aðferaðafræði að gamlar aðferðir sem virka eru hafðar í heiðri. Jafnhliða að nýta nútíma tækni, þekkingu og hugmyndir. Í vistrækt er leitast við að rækta tegundir saman sem þrífast hlið við hlið eða nálægt hver annarri og sú aðferð hentar vel í jurtasveip spannar mismunandi skilyrði til ræktunnar.
Steinarnir í hleðslunni þjóna sem stuðningur og hitagjafi og kryddjurtum er raðað eftir vatns- og birtuþörf. Í sveipnum er frábært að rækta klettasalat, skógarsúru, blaðsalat og ýmsar kryddjurtir eins og rosmarinn, timjan, dill, steinselja, myntu, koriander, einnig graslauk og skjaldflettu.
Jurtasveipur er spírallaga og líkist einna helst skel á baki sniglils. Plöntum er raðað í sveipin með hag þeirra í huga. Plönturnar í sveipnum eru aðgengilegar og hann er í góðri vinnuhæð. Þær sem þurfa mikinn raka eru hafðar neðst og þær sem kjósa þurran og eða sendin jarðveg efst. Þær sólelsku eru settar sunnanmegin í sveipinn og til hliðar þær sem kjósa hálfskugga og í norður þær sem þrífst vel í skugga. Eins er næringaríkur jarðvegur hafður þar sem þurftafrekar plöntur eru gróðursettar og rýrari eða sendinn fyrir þær þurftaminni Molta og eða skítur sem rík af örverum og ánamöðkum er settur til jarðvegsbóta til að auka frjósemi hans. Niturbindandi belgjurtir, baunir og smári eru gjarnan hafðar með til að auka köfnunarefnisforða jarðvegsins. Oft eru valdar nokkrar tegundir blómplantna sem laða að sér skordýr til að tryggja frjógun í plantanna. Auður fer yfir alla þessa þætti á námskeiðinu, veitir einnig ræktunnarupplýsingar og kynnir þær tegundir sem hún hefur reynslu af að rækta í jurtasveip.
Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Kryddjurtasveipur - Vefnámskeið | 13. maí | 17:00-18:30 | Vefnámskeið | 14.900 kr. | Skráning |