Konfektgerð

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Margar aðferðir eru notaðar við konfektgerð. Ýmist er það steypt í mót, mótað í kúlur, sett í form og skorið í bita sem eru svo hjúpaðir með súkkulaði , skreyttir með hvítu súkkulaði og  ýmsu skrauti ,sem viðkomandi líst vel á. 

Þátttakendur læra helstu aðferðir við konfektgerð og útbúa sitt eigið konfekt eftir sínum smekk og áhuga. Hægt er að leika sér með ýmis hráefni við konfektgerð, t.d. marsipan, nugga, kókosmassa og áfengi. 

Hráefnið, tækin og öll gögn sem til þarf verða á staðnum en þátttakendur þurfa að hafa með sér dós, bauk eða ísbox fyrir konfektið til að taka með heim. 

 Leiðbeinendur: Hulda Einarsdóttir og Heimir Eggerz Jóhannsson

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning