Hugrekki í lífi og starfi

Flokkur: vefnámskeid

Námskeiðið fjallar um mikilvægi þessa að hafa hugrekki til að skora sjálfan sig á hólm í þeim tilgangi að njóta lífsins alla daga og vera öflugri liðsheild, hvort sem það er fjölskyldan, vinahópurinn eða vinnustaðurinn. Það er svo auðvelt að fresta því sem er erfitt og þess vegna er mesta glíman í lífinu, glíman við okkur sjálf. Við getum lært heilmikið af landsliðinu í fótbolta og þeim leiðtogum sem hafa stýrt liðinu.

 

Leiðbeinandi: Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.

 

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.

 

 *Stéttarfélögin Eining Iðja, Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Hugrekki 06. apr Mánudagur 14.00-15.00 ZOOM fjarnámskeið 5.500 kr. Skráning
Hugrekki kl. 17 06. apr Mánudagur 17.00 - 18.00 ZOOM fjarnámskeið 5.500 kr. Skráning