Grunnmennt

Flokkur: Lengra nám

Námið er ætlað fólki sem vill byggja upp haldgóða undirstöðu í kjarnagreinunum og undirbúa sig skv. aðalnámskrá framhaldsskóla; íslensku, stærðfræði og ensku. Auk þess eru í námskránni mikilvægir námsþættir fyrir daglegt líf og störf: námstækni, samskipti og tölvu- og upplýsingatækni. Námið er á hæfniþrepi 1. Hentar vel þeim sem vilja hefja skólagöngu að nýju á framhaldskólastigi en um leið fara rólega af stað.

Fyrirkomulag náms: 

Námið er byggt þannig  upp að einn áfangi er kenndur í einu og stendur hver áfangi yfir í um þrjár vikur. Kennt er samkvæmt aðferðafræði vendikennslu. Hver áfangi hefst með staðlotu á laugardegi. Í kjölfarið eru vinnustofur á þriðjudögum og fimmtudögum á milli kl. 16 og 19. Allir fyrirlestar eru teknir upp fyrirfram og aðgengilegir námsmönnum í gegnum netið og öll verkefnaskil fara fram þar. Þar geta nemendur fengið aðstoð og leiðsögn við gerð verkefna frá kennara.  Þar fyrir utan er nemendum frjálst að nýta sér aðstöðuna í SÍMEY og hafa aðgengi að ráðgjöfum og verkefnastjórum í SÍMEY.  Tímar með kennara eru á mánudaga til fimmtudaga.

Námsmat:

Námsárangur er metinn með símati í formi verkefna og könnunaprófa.  Ekki eru haldin eiginleg lokapróf í áföngunum.  Til að ljúka námsleiðinni þarf þátttakandi að skila þeim verkefnum sem sett eru fyrir.

Námið inniheldur eftirtaldar námsgreinar;

  • Námstækni og færniefling
  • Sjálfstyrking og samskipti
  • Tölvu og upplýsingatækni
  • Íslenska
  • Enska
  • Stærðfræði
  • Verkefnavinna

Sjá nánar námskeiðslýsingar og hæfniviðmið í námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Verð: 70.500 kr

Nám hefst miðvikudaginn  24. ágúst kl 16:00 í SÍMEY

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.
Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar. 
Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

Nánari upplýsingar: Helgi Þ. Svavarsson (helgis@simey.is) eða Sandra Sif Ragnarsdóttir (sandra@simey.is) fyrir nánari upplýsingar.

Haustönn 2022 vottað nám