Grundvallaratriði alvarlegra geðrænna kvilla

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)
Tilgangur námskeiðsins er í aðalatriðum sá að nemandinn kynnist grundvallarhugmyndum, einkennum og helstu aðferðum sem notaðar eru í samskiptum við þá sem kljást við alvarlegan og langvinnan geðrænan vanda og áfengis- og vímuefnavanda .  

 Að námskeiði loknu skal nemandi:  

• geta útskýrt þá hugmyndafræði sem lögð er til grundvallar samskiptum við notendur geðheilbrigðisþjónustunnar og aðstandendur þeirra og þær aðferðir og eiginleika sem leggja ber áherslu á varðandi tjáskipti og meðferðarsamband í því samhengi  

• geta útskýrt flokkun og einkenni helstu geðrænna raskana sem geta flokkast sem alvarlegur og langvinnur geðrænn vandi og áfengis- og vímuefnavandi 

• geta gert grein fyrir helstu íhlutunum, meðferðarleiðum og meðferðarformum sem notuð eru í tengslum við ofangreinda kvilla 

 

Leiðbeinandi: Gísli Kort Kristófersson dósent. 

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning