Fagmennska og mannlegi þátturinn

Flokkur: Endurmenntun atvinnubílstjóra

Í öllu ökunámi hefur áhersla á mannlega þætti og umferðaröryggi aukist verulega undanfarna áratugi. Með áherslu á heilsu og lífsstíl ásamt innsýn í skynjun, umferðarhegðun, samskipti við aðra og viðhorf vegfarenda er bílstjórinn hvattur til að líta í eigin barm og skoða samhengið milli mannlegra þátta og umferðaröryggis. Þekking á reglum, fylgni við þær og færni í að stjórna ökutæki af öryggi er undirstaða fagmennsku bílstjóra. Góður fagmaður er góð fyrirmynd í umferðinni og skapar sér góða ímynd, sem og fyrirtæki sínu.

Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013. Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sitt með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni. Námsmarkmið: Markmiðið er að bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig hér á síðunni. Þeir sem ekki eru skráðir þurfa mögulega frá að hverfa.

Verð:
20.000 kr

Hér getur þú kannað stöðu þína í endurmenntun.
Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning