Alvöru bókhaldsnámskeið

Flokkur: námskeið

Lýsing:
Námskeiðið eykur þekkingu og þjálfun í ýmsum verkefnum sem koma fyrir í nútíma bókhaldsvinnu. Þannig verða þátttakendur ekki aðeins færir um að mæta breyttum kröfum síðustu ára heldur geta einnig tekið virkan þátt í þeim nýjungum sem framundan eru. Námsefnið er samfelld röð raunverulegra fylgiskjala og speglar þar af leiðandi eingöngu raunverulega atburði og færslur að skattframtali. Eftir merkingu fylgiskjalanna eru þau tölvufærð. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja ná góðum tökum á daglegri bókhaldsvinnu t.d. sjálfstæðum atvinnurekendum og þeim sem vinna við bókhald. Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í alla algengustu þætti daglegrar bókhaldsvinnu.
 
Markmið:
Nemendur fái góðan skilning á helstu hugtökum fjárhagsbókhalds, verði færir um að merkja og flokka öll algeng fylgiskjöl t.d. vörukaup, húsaleigu, símakostnað, þjónustugjöld banka og FIT-kostnað, verði færir um að vinna ýmsar upplýsingar úr bókhaldskerfinu, kunni skil á sjóðsbókarfærslum, læri að ganga frá uppgjöri og skilum virðisaukaskatts, læri undirstöðuatriði launaútreiknings og færslur hans í dagbók, læri að stemma af dagbókarlykla eftir hreyfingalistum og færa nauðsynlegar leiðréttingar, geti undirbúið uppgjör fyrirtækis og tileinki sér fagleg vinnubrögð við bókhald.
 
Námsmarkmið: Að þátttakendur geti séð um bókhald smærri fyrirtækja
Námsmat: Munnleg endurgjöf frá kennara
Lengd: Námskeiðið er 75 klst. eða 25 skipti
Hvenær: Námið er hafið vor 2020. Áætlað nýtt námskeið í haust en opnað fyrir skráningar í lok apríl. 
Kennari: Jóhanna María E Matthíasdóttir
Verð: 145.000
 
Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð